Grenitegundir. Greni (fræðiheiti: Picea) er ættkvísl um 35 tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Grenitegundir vaxa í norðanverðu tempraða beltinu og barrskógabeltinu. Grenitré eru yfirleitt stór tré og verða að jafnaði 20-60 metra há fullvaxin. Þau hafa einkennandi keilulaga vaxtarlag og kransstæðar greinar.